„Það var ekki planið að skemma eitthvað partý, við ætluðum bara að vinna þennan leik, hvort sem þeir væru að tryggja þennan titil eða ekki," sagði Kristinn Freyr Sigurðsson, markaskorari Vals eftir 1-1 jafntefli við FH.
FH hefði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri en Valsmenn gáfu ekkert eftir og voru óheppnir að hafa ekki náð upp stærra forskoti.
FH hefði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri en Valsmenn gáfu ekkert eftir og voru óheppnir að hafa ekki náð upp stærra forskoti.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Valur
„Við vorum mun betri í fyrri hálfleik og við áttum leikinn. Við förum í hálfleik með 1-0 sem var þægilegt en svo fáum við færi til að komast í 2-0 og það var dýrt að klára það ekki."
Kristinn Freyr er einu marki frá Garðari Gunnlaugssyni í baráttunni um markakóngstitilinn. Í leik Vals og Stjörnunnar fyrr í sumar skoraði Stjarnan sjálfsmark sem Kristinn sóttist eftir að fá skráð á sig. KSÍ endaði á því að skrá það sem sjálfsmark.
„Ég væri að sjálfsögðu til í að fá það skráð, þá værum við Garðar jafnir en það eru ennþá tveir leikir eftir," sagði Kristinn.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























