Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 18. nóvember 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðmann: Búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár
,,Væri geggjað að taka þátt í því''
Mynd: Kórdrengir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Á sunnudag var tilkynnt að Guðmann Þórisson væri genginn í raðir Kórdrengja. Guðmann er 34 ára miðvörður sem leikið hefur með FH síðustu ár.

Guðmann heimsótti skrifstofu Fótbolta.net í gær og ræddi um félagaskiptin.

Sjá einnig:
Guðmann yfirgefur FH - „Auðvitað er ég mjög ósáttur" (22. sept)

„Ég er búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár, segja þeir. Ég hef mikið spjallað við Davíð undanfarin tvö ár og hann hefur sýnt mér mjög mikinn áhuga. Núna var ég orðinn samningslaus og þeir hringdu í mig stuttu eftir að það varð ljóst að hann yrði ekki áfram hjá FH. Viðræðurnar gengu vel," sagði Guðmann.

„Já, ég fór í viðræður við fleiri lið en þau voru nú ekki mörg. Ég fékk áhuga hér og þar og sumt sem ég stoppaði í fæðingu. Ef ég segi alveg eins og er þá var ekkert rosalega mikið í gangi þannig."

Guðmann var orðaður við Kórdrengi eftir tímabilið 2020 en ekkert varð úr því að hann færi þá.

Hefuru verið nálægt því að fara í Kórdrengi áður?

„Kannski ekki nálægt því en þegar leið á síðasta tímabil þá talaði Davíð við mig og sýndi áhuga. Ég er búinn að vera heill síðustu ár og mér fannst ég geta spilað í efstu deild og því varð ekkert meira úr því."

Ertu að sjá þetta sem svipað ævintýri og þegar þú fórst í 1. deildina og spilaðir með KA?

„Auðvitað vonar maður það. Ég er reynslumikill leikmaður, hef unnið titla og verið í 1. deildinni tvisvar áður og í bæði skiptin farið upp. Ég vona að ég geti miðlað minni reynslu og ég held að það sé skýrt markmið hjá Kórdrengjum að fara upp. Það væri geggjað að taka þátt í því."

Guðmann ræddi um viðskilnaðinn við FH og um Davíð Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja. Að lokum var Guðmann spurður út í atvik í sumar þegar honum og Herði Ingi Gunnarssyni lenti saman.

Viðtalið við Guðmann má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner