Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 18. nóvember 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðmann: Búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár
,,Væri geggjað að taka þátt í því''
Mynd: Kórdrengir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Á sunnudag var tilkynnt að Guðmann Þórisson væri genginn í raðir Kórdrengja. Guðmann er 34 ára miðvörður sem leikið hefur með FH síðustu ár.

Guðmann heimsótti skrifstofu Fótbolta.net í gær og ræddi um félagaskiptin.

Sjá einnig:
Guðmann yfirgefur FH - „Auðvitað er ég mjög ósáttur" (22. sept)

„Ég er búinn að vera á leiðinni í Kórdrengi í tíu ár, segja þeir. Ég hef mikið spjallað við Davíð undanfarin tvö ár og hann hefur sýnt mér mjög mikinn áhuga. Núna var ég orðinn samningslaus og þeir hringdu í mig stuttu eftir að það varð ljóst að hann yrði ekki áfram hjá FH. Viðræðurnar gengu vel," sagði Guðmann.

„Já, ég fór í viðræður við fleiri lið en þau voru nú ekki mörg. Ég fékk áhuga hér og þar og sumt sem ég stoppaði í fæðingu. Ef ég segi alveg eins og er þá var ekkert rosalega mikið í gangi þannig."

Guðmann var orðaður við Kórdrengi eftir tímabilið 2020 en ekkert varð úr því að hann færi þá.

Hefuru verið nálægt því að fara í Kórdrengi áður?

„Kannski ekki nálægt því en þegar leið á síðasta tímabil þá talaði Davíð við mig og sýndi áhuga. Ég er búinn að vera heill síðustu ár og mér fannst ég geta spilað í efstu deild og því varð ekkert meira úr því."

Ertu að sjá þetta sem svipað ævintýri og þegar þú fórst í 1. deildina og spilaðir með KA?

„Auðvitað vonar maður það. Ég er reynslumikill leikmaður, hef unnið titla og verið í 1. deildinni tvisvar áður og í bæði skiptin farið upp. Ég vona að ég geti miðlað minni reynslu og ég held að það sé skýrt markmið hjá Kórdrengjum að fara upp. Það væri geggjað að taka þátt í því."

Guðmann ræddi um viðskilnaðinn við FH og um Davíð Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja. Að lokum var Guðmann spurður út í atvik í sumar þegar honum og Herði Ingi Gunnarssyni lenti saman.

Viðtalið við Guðmann má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir