Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   þri 19. júlí 2022 03:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holiday Inn Express, Crewe
Sara stolt af liðinu - „Tilfinningin er önnur núna"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá leiknum í gærkvöld.
Frá leiknum í gærkvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var í löngu spjalli eftir síðasta leik liðsins á EM í gærkvöld. Liðið gerði jafntefli við Frakkland.

Ísland fór í gegnum mótið taplaust en komst því miður ekki áfram. Það var afskaplega lítið sem skildi á milli í þessu.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

„Það eru blendnar tilfinningar," sagði Sara eftir jafnteflið gegn liðinu sem er í þriðja sæti á heimslistanum. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Þetta var stórkostlegur leikur á móti einu besta liði heims."

„En það er líka mikið af tárum og svekkelsi. Mótið er búið að vera stöngin út. Mér finnst við eiga skilið að fara áfram úr þessum riðli," sagði fyrirliðinn.

Hún segir að það hafi verið blaut tuska í andlitið að fá mark á sig á fyrstu mínútu leiksins en liðið hafi sýnt magnaðan karakter með því að vinna sig aftur inn í leikinn.

„Við áttum stórkostlegan leik, vorum skipulagðar, unnum fyrsta og annan boltann, vorum að búa til færi. Það er ekki oft sem við getum sagt það á móti Frakklandi."

„Það er margt sem er hægt að byggja ofan á. Ég er ánægð en ég veit að við eigum eitthvað inni líka. Síðasta mót var meira svekkjandi og það var vegna þess að við vorum ekki nægilega góðar til að fara áfram. Tilfinningin er önnur núna."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar er Sara spurð út í leikinn gegn Frakklandi, Evrópumótið og úrslitaleikinn sem er framundan eftir nokkrar vikur.
Athugasemdir
banner