29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   þri 19. júlí 2022 03:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holiday Inn Express, Crewe
Sara stolt af liðinu - „Tilfinningin er önnur núna"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá leiknum í gærkvöld.
Frá leiknum í gærkvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var í löngu spjalli eftir síðasta leik liðsins á EM í gærkvöld. Liðið gerði jafntefli við Frakkland.

Ísland fór í gegnum mótið taplaust en komst því miður ekki áfram. Það var afskaplega lítið sem skildi á milli í þessu.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

„Það eru blendnar tilfinningar," sagði Sara eftir jafnteflið gegn liðinu sem er í þriðja sæti á heimslistanum. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Þetta var stórkostlegur leikur á móti einu besta liði heims."

„En það er líka mikið af tárum og svekkelsi. Mótið er búið að vera stöngin út. Mér finnst við eiga skilið að fara áfram úr þessum riðli," sagði fyrirliðinn.

Hún segir að það hafi verið blaut tuska í andlitið að fá mark á sig á fyrstu mínútu leiksins en liðið hafi sýnt magnaðan karakter með því að vinna sig aftur inn í leikinn.

„Við áttum stórkostlegan leik, vorum skipulagðar, unnum fyrsta og annan boltann, vorum að búa til færi. Það er ekki oft sem við getum sagt það á móti Frakklandi."

„Það er margt sem er hægt að byggja ofan á. Ég er ánægð en ég veit að við eigum eitthvað inni líka. Síðasta mót var meira svekkjandi og það var vegna þess að við vorum ekki nægilega góðar til að fara áfram. Tilfinningin er önnur núna."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar er Sara spurð út í leikinn gegn Frakklandi, Evrópumótið og úrslitaleikinn sem er framundan eftir nokkrar vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner