Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   þri 19. júlí 2022 03:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holiday Inn Express, Crewe
Sara stolt af liðinu - „Tilfinningin er önnur núna"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá leiknum í gærkvöld.
Frá leiknum í gærkvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var í löngu spjalli eftir síðasta leik liðsins á EM í gærkvöld. Liðið gerði jafntefli við Frakkland.

Ísland fór í gegnum mótið taplaust en komst því miður ekki áfram. Það var afskaplega lítið sem skildi á milli í þessu.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

„Það eru blendnar tilfinningar," sagði Sara eftir jafnteflið gegn liðinu sem er í þriðja sæti á heimslistanum. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Þetta var stórkostlegur leikur á móti einu besta liði heims."

„En það er líka mikið af tárum og svekkelsi. Mótið er búið að vera stöngin út. Mér finnst við eiga skilið að fara áfram úr þessum riðli," sagði fyrirliðinn.

Hún segir að það hafi verið blaut tuska í andlitið að fá mark á sig á fyrstu mínútu leiksins en liðið hafi sýnt magnaðan karakter með því að vinna sig aftur inn í leikinn.

„Við áttum stórkostlegan leik, vorum skipulagðar, unnum fyrsta og annan boltann, vorum að búa til færi. Það er ekki oft sem við getum sagt það á móti Frakklandi."

„Það er margt sem er hægt að byggja ofan á. Ég er ánægð en ég veit að við eigum eitthvað inni líka. Síðasta mót var meira svekkjandi og það var vegna þess að við vorum ekki nægilega góðar til að fara áfram. Tilfinningin er önnur núna."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar er Sara spurð út í leikinn gegn Frakklandi, Evrópumótið og úrslitaleikinn sem er framundan eftir nokkrar vikur.
Athugasemdir
banner
banner