Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   þri 19. júlí 2022 03:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holiday Inn Express, Crewe
Sara stolt af liðinu - „Tilfinningin er önnur núna"
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá leiknum í gærkvöld.
Frá leiknum í gærkvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var í löngu spjalli eftir síðasta leik liðsins á EM í gærkvöld. Liðið gerði jafntefli við Frakkland.

Ísland fór í gegnum mótið taplaust en komst því miður ekki áfram. Það var afskaplega lítið sem skildi á milli í þessu.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

„Það eru blendnar tilfinningar," sagði Sara eftir jafnteflið gegn liðinu sem er í þriðja sæti á heimslistanum. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Þetta var stórkostlegur leikur á móti einu besta liði heims."

„En það er líka mikið af tárum og svekkelsi. Mótið er búið að vera stöngin út. Mér finnst við eiga skilið að fara áfram úr þessum riðli," sagði fyrirliðinn.

Hún segir að það hafi verið blaut tuska í andlitið að fá mark á sig á fyrstu mínútu leiksins en liðið hafi sýnt magnaðan karakter með því að vinna sig aftur inn í leikinn.

„Við áttum stórkostlegan leik, vorum skipulagðar, unnum fyrsta og annan boltann, vorum að búa til færi. Það er ekki oft sem við getum sagt það á móti Frakklandi."

„Það er margt sem er hægt að byggja ofan á. Ég er ánægð en ég veit að við eigum eitthvað inni líka. Síðasta mót var meira svekkjandi og það var vegna þess að við vorum ekki nægilega góðar til að fara áfram. Tilfinningin er önnur núna."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar er Sara spurð út í leikinn gegn Frakklandi, Evrópumótið og úrslitaleikinn sem er framundan eftir nokkrar vikur.
Athugasemdir
banner