Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
   fös 19. ágúst 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Ríkustu félög deildarinnar mætast á St James' Park
Manchester City spilar við Newcastle United
Manchester City spilar við Newcastle United
Mynd: EPA
Þriðja umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina en alls eru níu leikir á dagskrá.

Tottenham Hotspur mætir Wolves í hádegisleiknum á morgun en það verður gaman að sjá hvort Matheus Nunes verður í hópnum hjá Wolves. Hann kom til félagsins frá Sporting Lisbon á dögunum.

Leicester spilar við Southampton klukkan 14:00 en þrír aðrir leikir eru á sama tíma. Fulham og Brentford eigast við, Crystal Palace fær Aston Villa í heimsókn á meðan nýliðar Nottingham Forest heimsækja Everton.

Arsenal, sem hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni, spilar þá við Bournemouth í lokaleik laugardagsins, klukkan 16:30.

Á sunnudag eru þrír hörkuleikir. West Ham fær Brighton í heimsókn og á sama tíma mætast Leeds og Chelsea á Elland Road.

Í lokaleiknum mætast tvö ríkustu félög deildarinnar, Newcastle United og Manchester City. Sá leikur hefst klukkan 15:30.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:
11:30 Tottenham - Wolves
14:00 Leicester - Southampton
14:00 Fulham - Brentford
14:00 Crystal Palace - Aston Villa
14:00 Everton - Nott. Forest
16:30 Bournemouth - Arsenal

Sunnudagur:
13:00 West Ham - Brighton
13:00 Leeds - Chelsea
15:30 Newcastle - Man City

Mánudagur:
19:00 Man Utd - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 6 2 41 15 +26 51
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
5 Man Utd 23 9 9 5 39 33 +6 36
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner