Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fös 19. ágúst 2022 15:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ræðir um Hallberu og Karólínu: Þá áttu ekki eftir að gera góða hluti
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallbera kveður þjálfarateymið á EM.
Hallbera kveður þjálfarateymið á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag þegar landsliðshópurinn fyrir síðustu tvo leikina í undankeppni HM var tilkynntur.

Ísland er í góðum möguleika á að komast á mótið. Það eru góðar líkur á því að liðið muni taka sigur gegn Hvíta-Rússlandi og þá er það bara úrslitaleikur við Holland þar sem jafntefli kemur til með að duga til að vinna riðilinn.

Leikurinn gegn Hvíta-Rússlandi er 2. september á Laugardalsvelli og leikurinn gegn Hollandi 6. september í Utrecht í Hollandi.

Fréttamaður Fótbolta.net spjallaði við Steina að fundi loknum.

„Þetta verkefni leggst vel í mig, þetta er spennandi verkefni, krefjandi og skemmtilegt," segir Steini. „Þannig viljum við hafa það."

Það eru tvær breytingar á hópnum frá EM. Arna Sif Ásgrímsdóttir úr Val kemur inn fyrir Hallberu Guðný Gísladóttur og þá kemur Hlín Eiríksdóttir inn fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sem er meidd. Karólína var frábær á Evrópumótinu en er ekki með fyrir þessa tvo mikilvægu leiki.

Hallbera ákvað að hætta í fótbolta eftir EM. Það var ákvörðun sem kom á óvart.

„Hún kom á óvart. Maður hafði ekki heyrt að hún væri á þeim buxunum að hætta á þeim tímapunkti. Henni leið þannig að þetta væri rétti tíminn og út frá því tekur hún þessa ákvörðun," segir Steini en hann ræddi ekki við hana um að hætta við að hætta.

„Ég fann það þegar ég var að ræða við hana að það hefði ekkert þýtt. Þú þarft að vera í fótbolta á þínum forsendum og ef þú ert á forsendum einhvers annars, þá áttu ekki eftir að gera góða hluti."

Stærstu tíðindin í þessum hóp eru þau að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir dettur út úr hópnum vegna meiðsla. Meiðslin hafa verið að plaga hana í heilt ár en félagslið hennar og hún tóku þá ákvörðun núna að hún ætti að taka sér hlé og fara í endurhæfingu.

„Karólína er lykilmaður hjá okkur og það eru vonbrigði þegar leikmenn meiðast og komast ekki í landsliðsverkefni. Klárlega eru þetta vonbrigði fyrir okkur. Hún var góð á EM og hefur verið góð undanfarið ár."

Reyndi Steini ekki að fá Bayern München og Karólínu til að fresta þessu aðeins?

„Nei, okkar samtal var þannig að það kom smá upp hjá henni um daginn og versnaði aðeins. Það var tekin ákvörðun sem var með hennar hag í brjósti. Þetta snýst um að hún nái sér sem fyrst. Ef hún hefði haldið áfram þá hefði þetta getað versnað og þýtt enn lengri tíma. Það var tekin ákvörðun að gera þetta núna og klára þetta í eitt skipti fyrir öll. Það hjálpar okkur frekar en að taka einhvern séns og þá verður hún kannski enn lengur frá," sagði Steini en allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.

Leikirnir sem eru framundan:
2. september gegn Hvíta-Rússlandi (Laugardalsvöllur)
6. september gegn Hollandi (Stadion Galgenwaard)
Athugasemdir
banner
banner