Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mán 20. mars 2023 18:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Alex: Verðlaun fyrir alla þessa vinnu sem ég hef lagt á mig
Icelandair
Rúnar Alex á æfingu í dag.
Rúnar Alex á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska landsliðið er mætt til Þýskalands þar sem liðið undirbýr sig fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2024 gegn Bosníu/Herzegóvínu næstkomandi fimmtudag.


Fótbolti.net er á staðnum og náði tali á markverðinum Rúnari Alex Rúnarssyni sem er bjartsýnn fyrir undankeppnina.

„Ég held að allir geti verið sammála um það að þetta sé hentugur riðill upp á möguleika að fara á næsta stórmót. Það er erfitt að byrja á móti okkar helstu keppinautum um þetta annað sæti en kannski er betra að byrja á stóru prófi og sjá hvar við stöndum, við viljum ná í góð úrslit og fara með sjálfstraust í restina af undankeppninni," sagði Rúnar Alex.

Rúnar Alex er að öllum líkindum aðalmarkvörður liðsins en hann segir að það breyti litlu fyrir sig.

„Fyrir mig persónulega breytir það litlu, ég undirbý mig alltaf eins fyrir alla leiki. Ég er kannski bara að fá verðlaun fyrir alla þessa vinnu sem ég hef lagt á mig í gegnum tíðina og ég þarf að reyna nýta tækifærið og halda þessari stöðu. Það er ekkert sjálfgefið í þessu, þó ég spili á fimmtudaginn þýðir það ekkert að ég spili á sunnudaginn," sagði Rúnar Alex.

Sjá einnig:
„Rúnar Alex að fá sénsinn sem hann hefur beðið eftir mjög lengi"


Athugasemdir
banner
banner
banner