Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 20. maí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brunaútsala hjá Real Madrid í sumar?
Eden Hazard hefur ekkert getað frá því hann kom frá Chelsea.
Eden Hazard hefur ekkert getað frá því hann kom frá Chelsea.
Mynd: EPA
Real Madrid hefur ekki átt gott tímabil en það gæti aðeins lagast ef félagið vinnur spænsku úrvalsdeildina um næstu helgi. Real er tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í Atletico fyrir lokaumferðina.

Líklegt er að Zinedine Zidane hverfi á braut í sumar og hefur Massimiliano Allegri verið orðaður við þjálfarastarfið.

Hver sá sem stýrir liðinu á næstu leiktíð, þarf líklega að endurbyggja leikmannahópinn að einhverju leyti því lykilmenn eru komnir vel á aldur.

Spænski fjölmiðillinn AS greinir frá því að allt að tíu leikmenn gætu verið á förum í sumar frá spænska stórveldinu. Þar á meðal er Eden Hazard sem hefur ekkert getað í spænsku höfuðborginni eftir að hann kom frá Chelsea sumarið 2019.

Raphael Varane gæti einnig verið á förum. Gareth Bale, Isco og Marco Asensio sagðir á útleið ásamt Marcelo, Luka Jovic, Mariano Diaz og Borja Mayoral.

Dani Ceballos er tíunda nafnið á listanum en hann er á láni hjá Arsenal.

Ef félaginu tekst að selja einhverja af þessum leikmönnum, hver veit nema stórstjörnur gætu þá bæst við leikmannahópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner