Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingaslagur stöðvaður í Svíþjóð: Þrumur og eldingar
Sveindís skoraði fyrir Kristianstad.
Sveindís skoraði fyrir Kristianstad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að stöðva leik Örebro og Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni.

Undir lok leiksins hlupu leikmenn inn í klefa út af þrumum og eldingum í kringum völlinn.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Þrumur og eldingar í Örebro vs Kristianstad. Leikur stöðvaður og leikmenn spretta inn í hús af vellinum. Þetta hef ég ekki séð áður. Það eru 87 mínútur á klukkunni. Hvað gerist núna?" skrifaði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, þjálfari hjá Kristianstad, á Twitter.

Sveindís Jane Jónsdóttir kom Kristianstad yfir í leiknum og var mark hennar eina mark leiksins þegar leikmenn hlupu inn. Það voru líklega rúmar fimm mínútur eftir þegar leikmenn hlupu inn.

Sif Atladóttir spilar með Kristianstad og hjá Örebro spila Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir. Elísabet Gunnarsdóttir er aðalþjálfari Kristianstad með íslenskt þjálfarateymi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner