Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 20. júní 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er enginn aðdáandi Declan Rice - „Mér finnst hann ofmetinn"
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: EPA
James McClean, fyrrum landsliðsmaður Írlands, er ekki mikill aðdáandi miðjumannsins Declan Rice.

McClean var sérfræðingur á sjónvarpsstöðinni RTE í gær þar sem var meðal annars rætt um enska landsliðið. Rice er þar lykilmaður.

„Mér finnst Declan Rice ofmetinn," sagði McClean. „Mér finnst hann góður leikmaður en enskir fjölmiðlar hrósa honum alltof mikið."

„Að mínu mati er hann ekki í heimsklassa. Til að vera það, þá þarftu að komast í öll lið í heiminum. Hann gerir það ekki. Hann kemst ekki í lið Man City fram yfir Rodri."

Spurning er hvort McClean sé einfaldlega bitur en Rice spilaði með írska landsliðinu í upphafi ferilsins áður en hann valdi að spila með ennska landsliðinu frekar.
Athugasemdir
banner
banner
banner