„Tilfinningin er skrítin en fokk it, við erum komnar á EM," sagði Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Íslands eftir 2-1 tap gegn Skotum í dag. Þrátt fyrir tapið, vann Ísland riðilinn og spilar á EM í Hollandi, næsta sumar.
Hún segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið sérstaklega slappur í dag.
Hún segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið sérstaklega slappur í dag.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 2 Skotland
„Við byrjuðum leikinn mjög illa og þær uppskáru mark út úr því en mér fannst við koma meira inn í þetta eftir að við jöfnuðum. Svo erum við aðeins sofandi í byrjun seinni og þær skora aftur."
Harpa Þorsteinsdóttir er ekki með íslenska liðinu þar sem hún er ófrísk. Ísland fékk einhver færi í leiknum sem Harpa hefði mögulega skorað úr. Fanndís segir liðið ekki óttast það að vera án hennar.
„Harpa er gríðarlega miklivæg en það er ekkert sem við þurfum að hafa áhyggjur af, það tekur tíma að púsla saman liðið með nýjum leikmönnum," sagði Fanndís.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























