Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 20. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj fagnar hér marki.
Nikolaj fagnar hér marki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er mjög spenntur. Ég held að þetta verði geggjaður leikur," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur.

Víkingar hafa unnið fjóra bikarmeistaratitla í röð. Er orðið venjulegt að koma á Laugardalsvöll og spila bikarúrslitaleik?

„Já, síðustu ár höfum við sýnt góða hluti í bikarnum. Við verðum bara að halda því áfram og vinna leikinn á laugardag."

„KA ætlar að hefna sín og vinna okkur. VIð höfum verið góður í seinustu leikjum og verðum að halda áfram með það. Við höfum skora mikið af mörkum og liðið hefur staðið sig ótrúlega vel."

Ætlar að gera allt til að spila
Nikolaj hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins en hann vonast til að vera í fínu lagi fyrir leikinn.

„Það er smá basl en ég held að ég verði fínn fyrir leikinn. Ég er að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn."

Næstu vikur ættu að vera mjög spennandi fyrir Víkinga. Þeir byrja á bikarúrslitaleiknum, fá fimm úrslitaleiki í deildinni og taka þátt í Sambandsdeildinni.

„Þetta verður ógeðslega skemmtilegt. Bikarinn er að fara í Fossvog," sagði Nikolaj að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir