Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   fös 20. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj fagnar hér marki.
Nikolaj fagnar hér marki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er mjög spenntur. Ég held að þetta verði geggjaður leikur," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur.

Víkingar hafa unnið fjóra bikarmeistaratitla í röð. Er orðið venjulegt að koma á Laugardalsvöll og spila bikarúrslitaleik?

„Já, síðustu ár höfum við sýnt góða hluti í bikarnum. Við verðum bara að halda því áfram og vinna leikinn á laugardag."

„KA ætlar að hefna sín og vinna okkur. VIð höfum verið góður í seinustu leikjum og verðum að halda áfram með það. Við höfum skora mikið af mörkum og liðið hefur staðið sig ótrúlega vel."

Ætlar að gera allt til að spila
Nikolaj hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins en hann vonast til að vera í fínu lagi fyrir leikinn.

„Það er smá basl en ég held að ég verði fínn fyrir leikinn. Ég er að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn."

Næstu vikur ættu að vera mjög spennandi fyrir Víkinga. Þeir byrja á bikarúrslitaleiknum, fá fimm úrslitaleiki í deildinni og taka þátt í Sambandsdeildinni.

„Þetta verður ógeðslega skemmtilegt. Bikarinn er að fara í Fossvog," sagði Nikolaj að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner