Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 20. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj fagnar hér marki.
Nikolaj fagnar hér marki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er mjög spenntur. Ég held að þetta verði geggjaður leikur," segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Víkings og KA. Þetta er annað árið í röð þar sem þessi tvö lið mætast en í fyrra höfðu Víkingar betur.

Víkingar hafa unnið fjóra bikarmeistaratitla í röð. Er orðið venjulegt að koma á Laugardalsvöll og spila bikarúrslitaleik?

„Já, síðustu ár höfum við sýnt góða hluti í bikarnum. Við verðum bara að halda því áfram og vinna leikinn á laugardag."

„KA ætlar að hefna sín og vinna okkur. VIð höfum verið góður í seinustu leikjum og verðum að halda áfram með það. Við höfum skora mikið af mörkum og liðið hefur staðið sig ótrúlega vel."

Ætlar að gera allt til að spila
Nikolaj hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins en hann vonast til að vera í fínu lagi fyrir leikinn.

„Það er smá basl en ég held að ég verði fínn fyrir leikinn. Ég er að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn."

Næstu vikur ættu að vera mjög spennandi fyrir Víkinga. Þeir byrja á bikarúrslitaleiknum, fá fimm úrslitaleiki í deildinni og taka þátt í Sambandsdeildinni.

„Þetta verður ógeðslega skemmtilegt. Bikarinn er að fara í Fossvog," sagði Nikolaj að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner