Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 20. október 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Courtois með skelfilega tölfræði
Real Madrid tapaði í gær, 1-0, á útivelli gegn Mallorca í spænsku La Liga. Tapið þýðir að Barcelona er nú á toppi deildarinnar.

Thibaut Courtois stóð í markinu hjá gestunum en hann hefur þurft að þola talsverða gagnrýni á þessari leiktíð.

Courtois fékk eitt skot á sig í gær og það endaði í netinu en Lago Junior skoraði sigurmarkið á 7. mínútu leiksins.

Courtois hefur fengið á sig 23 skot á leiktíðinni. Tólf þeirra hafa farið framhjá honum og í netið en ellefu þeirra hefur hann varið. Það gerir undir 50% vörslu sem getur ekki talist góð hjá markverði Real Madrid.


Athugasemdir
banner