Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 17:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kyle með slitið krossband og verður ekkert með í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kyle McLagan hefur fengið vonda niðurstöðu úr myndatöku sem hann fór í gær.

Kyle er miðvörður bikarmeistara Víkings og meiddist á laugardag í undanúrslitum Lengjubikarsins gegn Val.

Víkingar óttuðust strax það versta, óttuðust að krossband væri slitið. Þeirra versti ótti reyndist réttur, fremra krossbandið (ACL) og MCL liðbandið í hnénu eru slitin og Kyle missir því af öllu tímabilinu 2023.

Endurkomutími eftir svona alvarleg meiðsli er um 11-12 mánuðir. Hann mun því ekkert sjá völlinn fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði við Fótbolta.net á laugardag að Víkingur hefði ekki verið að skoða félagaskiptamarkaðinn „alvarlega" en það myndi „mögulega breytast" ef Kyle væri alvarlega meiddur.

Kyle er 27 ára gamall Bandaríkjamaður sem kom fyrst hingað til lands um mitt sumar 2020 til að spila með Fram. Hann hjálpaði þeim upp úr Lengjudeildinni og fór svo í Víking. Hann er samningsbundinn Víkingum út tímabilið.
„Mér líður samt eins og við höfum tapað frekar en að Valur hafi unnið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner