Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   mán 21. júní 2021 14:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Muller meiddur og ekki með gegn Ungverjum
Thomas Muller mun ekki taka þátt í lokaleik Þýskalands í riðlakeppni EM. Muller er meiddur og verður því ekki með gegn Ungverjalandi.

Muller hafði leikið allar 180 mínútur Þýskalands í mótinu til þessa.

Þjóðverjar eru með þrjú stig eftir tvo leiki. Sigur vannst gegn Portúgal en Þjóðverjar töpuðu gegn Frakklandi í fyrsta leik sínum í mótinu.

Þýskaland mætir Ungverjalandi á miðvikudag og á sama tíma mætast Portúgal og Frakkland.

Frakkar eru efstir í F-riðli með fjögur stig, Þjóðverjar eru með þrjú stig líkt og Portúgalar og Ungverjar eru með eitt stig í neðsta sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner