Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 21. júní 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Vitum að þetta er óásættanlegt
Senol Gunes, þjálfari tyrkneska liðsins.
Senol Gunes, þjálfari tyrkneska liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, spáði Tyrklandi sigri á EM alls staðar þegar hann mætti í upphitunarþátt á Stöð 2 Sport. Hann var ekki sá eini sem taldi að tyrkneska liðið gæti orðið „svarti hesturinn" á mótinu.

Ashley Williams, sérfræðingur BBC, sagði að liðið gæti farið alla leið. En á endanum var tyrkneska liðið eins langt frá því og hugsast gat.

Tyrkland er á heimleið eftir að hafa tapað öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni; 3-0 gegn Ítalíu, 2-0 gegn Wales og svo 3-1 gegn Sviss.

Tyrkland var mjög öflugt í undankeppninni en frestunin á EM um eitt ár virðist hafa haft mikil og neikvæð áhrif á liðið.

„Ég ber ábyrgð á þessari niðurstöðu. Fyrir mótið var búist við góðu gengi og núna fáum við harða gagnrýni. Ég er ekki að hugsa um að segja af mér eins og staðan er núna. Þetta unga lið mun vera kyndilberi tyrkneska fótboltans næsta áratug en við erum meðvitaðir um að frammistaða okkar í mótinu var óásættanleg," segir Senol Gunes, þjálfari tyrkneska liðsins.

„Þetta var stórt próf fyrir okkur en stundum er hægt að taka mistökin og læra af þeim."
Athugasemdir
banner
banner