Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   þri 21. júní 2022 22:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára: Uppskrift sem við tókum nokkrum sinnum í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara vel með sigurinn. þetta var karakterssigur hjá okkur. Þeir komust í 1-0 og við náðum að snúa því sem er bara vel gert. Þetta var ekki fallegasti sigur í heimi en okkur er gjörsamlega drull með það. Það er frábært að klára þessa júnírimmu með því að vinna báða leikina og við erum bara þvílíkt sáttir," sagði Arnór Smárason, annar af markaskorurum Vals, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

„Algjörlega, frábær sigur á móti Blikunum síðast og við vorum staðráðnir í því að fá líka þrjú stig núna. Við töluðum um að það myndi ekkert hjálpa okkur að vinna Blikana og tapa svo fyrir Leikni með skítinn upp á bak. Þetta var flottur karakter og þetta er allt á réttri leið."

Markið hjá Arnóri kom eftir sendingu frá Birki Má Sævarssyni. Þeir Arnór og Birkir voru samherjar hjá Hammarby í Svíþjóð tímabilin 2016-17.

„Þetta er uppskrift sem við tókum nokkrum sinnum í Svíþjóð á sínum tíma með Hammarby. Það er bara æðislegt að það haldi áfram hérna áfram hjá Val. Birkir er eins og allir vita algjör eðalmaður og hann kann þetta. Maður þarf að vera á réttum stað þegar hann er frír inn í teig," sagði Arnór.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner