Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 21. júní 2022 22:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára: Uppskrift sem við tókum nokkrum sinnum í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara vel með sigurinn. þetta var karakterssigur hjá okkur. Þeir komust í 1-0 og við náðum að snúa því sem er bara vel gert. Þetta var ekki fallegasti sigur í heimi en okkur er gjörsamlega drull með það. Það er frábært að klára þessa júnírimmu með því að vinna báða leikina og við erum bara þvílíkt sáttir," sagði Arnór Smárason, annar af markaskorurum Vals, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

„Algjörlega, frábær sigur á móti Blikunum síðast og við vorum staðráðnir í því að fá líka þrjú stig núna. Við töluðum um að það myndi ekkert hjálpa okkur að vinna Blikana og tapa svo fyrir Leikni með skítinn upp á bak. Þetta var flottur karakter og þetta er allt á réttri leið."

Markið hjá Arnóri kom eftir sendingu frá Birki Má Sævarssyni. Þeir Arnór og Birkir voru samherjar hjá Hammarby í Svíþjóð tímabilin 2016-17.

„Þetta er uppskrift sem við tókum nokkrum sinnum í Svíþjóð á sínum tíma með Hammarby. Það er bara æðislegt að það haldi áfram hérna áfram hjá Val. Birkir er eins og allir vita algjör eðalmaður og hann kann þetta. Maður þarf að vera á réttum stað þegar hann er frír inn í teig," sagði Arnór.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner