Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 21. júní 2022 22:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára: Uppskrift sem við tókum nokkrum sinnum í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara vel með sigurinn. þetta var karakterssigur hjá okkur. Þeir komust í 1-0 og við náðum að snúa því sem er bara vel gert. Þetta var ekki fallegasti sigur í heimi en okkur er gjörsamlega drull með það. Það er frábært að klára þessa júnírimmu með því að vinna báða leikina og við erum bara þvílíkt sáttir," sagði Arnór Smárason, annar af markaskorurum Vals, eftir sigur gegn Leikni í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Leiknir R.

„Algjörlega, frábær sigur á móti Blikunum síðast og við vorum staðráðnir í því að fá líka þrjú stig núna. Við töluðum um að það myndi ekkert hjálpa okkur að vinna Blikana og tapa svo fyrir Leikni með skítinn upp á bak. Þetta var flottur karakter og þetta er allt á réttri leið."

Markið hjá Arnóri kom eftir sendingu frá Birki Má Sævarssyni. Þeir Arnór og Birkir voru samherjar hjá Hammarby í Svíþjóð tímabilin 2016-17.

„Þetta er uppskrift sem við tókum nokkrum sinnum í Svíþjóð á sínum tíma með Hammarby. Það er bara æðislegt að það haldi áfram hérna áfram hjá Val. Birkir er eins og allir vita algjör eðalmaður og hann kann þetta. Maður þarf að vera á réttum stað þegar hann er frír inn í teig," sagði Arnór.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner