Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   þri 21. júní 2022 22:01
Arnar Daði Arnarsson
Halldór Smári: Þetta gerist ekki betra
Halldór Smári skoraði eitt í 6-1 sigri Víkinga í kvöld.
Halldór Smári skoraði eitt í 6-1 sigri Víkinga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„ Við vorum vel stemmdir og klárir í þetta en við bjuggumst ekki endilega við því að taka þetta 6-1. Þetta er geðveikt. Fyrsti Evrópusigur Víkinga og það í Víkinni 6-1, þetta gerist ekki betra," sagði reynslu boltinn í liði Víkings, Halldór Smári Sigurðsson sem gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt af sex mörkum Víkings í 6-1 sigri liðsins gegn Levadia Tallinn í Víkinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Levadia Tallinn 1 -  6 Víkingur R.

„Fyrsta markið mitt í Evrópukeppni og vonandi koma fleiri. Ég held ég hafi skorað síðast í einhverjum deildarbikarleik eða einhverju prump. Það var kominn tími á þetta," sagði Halldór Smári.

Sigurinn kemur Víkingum í úrslitaleik á föstudaginn næstkomandi um laust sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn hófst hinsvegar ekki vel fyrir Víkinga því Eistarnir komust yfir snemma leik eftir að Halldór Smári hafi fengið dæmt á sig víti.

„Ég fékk á mig víti sem mér fannst mjög ósanngjarnt. En þetta var ekki góð tilfinning. Fyrsta lagi að byrja leikinn nánast marki undir og fá sjálfur á sig víti. Síðan skoraði Kyle stuttu eftir það og það var mikill léttir fyrir mig. Síðan byrjaði vélin að malla eins og hún hefur gert undanfarið."

Víkingur mætir Inter Escaldes, meistaraliði frá Andorra á föstudaginn. Halldór Smári er spenntur fyrir þeim leik en er meðvitaður um að vanmat skilar engum neitt í íþróttum.

„Ég sá ekki leikinn í dag en það er mjög hættulegt að mæta í leikinn og halda að þetta verði eitthvað létt. Maður hefur oft lent í þeirri gildru í Víkingsbúningnum. Við þurfum að vera 100% stemmdir fyrir þann leik og hafa undirbúninginn eins og fyrir þennan leik," sagði Halldór sem viðurkennir að það er ákveðin gulrót að vita til þess að liðið mætir Milos Milojevic og lærisveinum hans í Malmö í Meistaradeildinni með sigri á föstudaginn.

„Ef við klárum þennan leik á föstudaginn þá bíður Malmö og það væri geðveikt að hitta Milos aftur og reyna vinna hann."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner