Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 21. júní 2022 22:01
Arnar Daði Arnarsson
Halldór Smári: Þetta gerist ekki betra
Halldór Smári skoraði eitt í 6-1 sigri Víkinga í kvöld.
Halldór Smári skoraði eitt í 6-1 sigri Víkinga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„ Við vorum vel stemmdir og klárir í þetta en við bjuggumst ekki endilega við því að taka þetta 6-1. Þetta er geðveikt. Fyrsti Evrópusigur Víkinga og það í Víkinni 6-1, þetta gerist ekki betra," sagði reynslu boltinn í liði Víkings, Halldór Smári Sigurðsson sem gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt af sex mörkum Víkings í 6-1 sigri liðsins gegn Levadia Tallinn í Víkinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Levadia Tallinn 1 -  6 Víkingur R.

„Fyrsta markið mitt í Evrópukeppni og vonandi koma fleiri. Ég held ég hafi skorað síðast í einhverjum deildarbikarleik eða einhverju prump. Það var kominn tími á þetta," sagði Halldór Smári.

Sigurinn kemur Víkingum í úrslitaleik á föstudaginn næstkomandi um laust sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn hófst hinsvegar ekki vel fyrir Víkinga því Eistarnir komust yfir snemma leik eftir að Halldór Smári hafi fengið dæmt á sig víti.

„Ég fékk á mig víti sem mér fannst mjög ósanngjarnt. En þetta var ekki góð tilfinning. Fyrsta lagi að byrja leikinn nánast marki undir og fá sjálfur á sig víti. Síðan skoraði Kyle stuttu eftir það og það var mikill léttir fyrir mig. Síðan byrjaði vélin að malla eins og hún hefur gert undanfarið."

Víkingur mætir Inter Escaldes, meistaraliði frá Andorra á föstudaginn. Halldór Smári er spenntur fyrir þeim leik en er meðvitaður um að vanmat skilar engum neitt í íþróttum.

„Ég sá ekki leikinn í dag en það er mjög hættulegt að mæta í leikinn og halda að þetta verði eitthvað létt. Maður hefur oft lent í þeirri gildru í Víkingsbúningnum. Við þurfum að vera 100% stemmdir fyrir þann leik og hafa undirbúninginn eins og fyrir þennan leik," sagði Halldór sem viðurkennir að það er ákveðin gulrót að vita til þess að liðið mætir Milos Milojevic og lærisveinum hans í Malmö í Meistaradeildinni með sigri á föstudaginn.

„Ef við klárum þennan leik á föstudaginn þá bíður Malmö og það væri geðveikt að hitta Milos aftur og reyna vinna hann."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner