Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 21. júní 2022 22:01
Arnar Daði Arnarsson
Halldór Smári: Þetta gerist ekki betra
Halldór Smári skoraði eitt í 6-1 sigri Víkinga í kvöld.
Halldór Smári skoraði eitt í 6-1 sigri Víkinga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„ Við vorum vel stemmdir og klárir í þetta en við bjuggumst ekki endilega við því að taka þetta 6-1. Þetta er geðveikt. Fyrsti Evrópusigur Víkinga og það í Víkinni 6-1, þetta gerist ekki betra," sagði reynslu boltinn í liði Víkings, Halldór Smári Sigurðsson sem gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt af sex mörkum Víkings í 6-1 sigri liðsins gegn Levadia Tallinn í Víkinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Levadia Tallinn 1 -  6 Víkingur R.

„Fyrsta markið mitt í Evrópukeppni og vonandi koma fleiri. Ég held ég hafi skorað síðast í einhverjum deildarbikarleik eða einhverju prump. Það var kominn tími á þetta," sagði Halldór Smári.

Sigurinn kemur Víkingum í úrslitaleik á föstudaginn næstkomandi um laust sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn hófst hinsvegar ekki vel fyrir Víkinga því Eistarnir komust yfir snemma leik eftir að Halldór Smári hafi fengið dæmt á sig víti.

„Ég fékk á mig víti sem mér fannst mjög ósanngjarnt. En þetta var ekki góð tilfinning. Fyrsta lagi að byrja leikinn nánast marki undir og fá sjálfur á sig víti. Síðan skoraði Kyle stuttu eftir það og það var mikill léttir fyrir mig. Síðan byrjaði vélin að malla eins og hún hefur gert undanfarið."

Víkingur mætir Inter Escaldes, meistaraliði frá Andorra á föstudaginn. Halldór Smári er spenntur fyrir þeim leik en er meðvitaður um að vanmat skilar engum neitt í íþróttum.

„Ég sá ekki leikinn í dag en það er mjög hættulegt að mæta í leikinn og halda að þetta verði eitthvað létt. Maður hefur oft lent í þeirri gildru í Víkingsbúningnum. Við þurfum að vera 100% stemmdir fyrir þann leik og hafa undirbúninginn eins og fyrir þennan leik," sagði Halldór sem viðurkennir að það er ákveðin gulrót að vita til þess að liðið mætir Milos Milojevic og lærisveinum hans í Malmö í Meistaradeildinni með sigri á föstudaginn.

„Ef við klárum þennan leik á föstudaginn þá bíður Malmö og það væri geðveikt að hitta Milos aftur og reyna vinna hann."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner