Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 07:30
Haraldur Örn Haraldsson
Kýpur í þriðja sæti í baráttunni um auka Meistaradeildarsæti
Mynd: EPA
Meistaradeildin gefur út tvö aukasæti til þeirra þjóða sem standa sig best í Evrópukeppnum á hveru ári. Eins og er, er England með flest stig, og Spánn þar á eftir.

Óvænt er, að Kýpur er komið upp í þriðja sæti í þessari baráttu. Lið þeirra hafa staðið sig vel í forkeppnum Evrópu á þessu tímabili, þar sem síðast í kvöld tókst Pafos að vinna Rauðu Stjörnuna, á útivelli. 

Það gaf Kýpur, 0,25 stig og lyfti þeim upp í 3. sætið. Það er þó ólíklegt að þeir verði þarna til lengdar, en mikið af liðunum í stærstu deildunum hafa ekki hafið leik í Evrópukeppnum, og hafa því ekki byrjað að safna stigum.


Athugasemdir
banner
banner