Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að Alejandro Garnacho sé ekki hræddur við það að sitja upp í stúku hjá Manchester United allt tímabilið ef til þess kemur.
Garnacho er ekki í plönum Rúben Amorim, stjóra Man Utd, eftir að þeir lentu upp á kant við hvorn annan undir lok síðasta tímabils.
Garnacho er ekki í plönum Rúben Amorim, stjóra Man Utd, eftir að þeir lentu upp á kant við hvorn annan undir lok síðasta tímabils.
Garnacho hefur ákveðið að hann vill bara ganga í raðir Chelsea en Lundúnafélagið hefur hingað til ekki viljað borga það sem United er að biðja um - í kringum 50 milljónir punda.
„Það sem ég heyri er að annað hvort fer hann til Chelsea eða verður áfram utan hóps hjá United," sagði Romano.
„Garnacho er ekki hræddur við það."
Bayern München hafði samband við umboðsmenn Garnacho en leikmaðurinn tjáði þýska félaginu að hann hefði ekki áhuga.
Athugasemdir