Callum Hudson-Odoi leikmaður Nottingham Forest er að fara skrifa undir nýjan samning hjá félaginu. Núverandi samningur hans rennur út eftir þetta tímabil, en félagið og leikmaðurinn hafa náð samkomulagi um nýjan samning. Búist er við staðfestingu á samningnum í dag eða á morgun.
Hudson-Odoi kom til félagsins frá Chelsea fyrir aðeins þrjár milljónir punda árið 2023. Hann hefur slegið í gegn hjá félaginu síðan hann kom til þeirra.
Hann spilaði 36 leiki fyrir Forest á síðustu tímabili, skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú. Forest átti frábært tímabil og tókst að ná sjöunda sætinu, og verða þar af leiðandi í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir