Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 09:00
Haraldur Örn Haraldsson
Sextán ára stúlka svaraði netníðinu á vellinum
Mynd: Kilmarnock FC

16 ára leikmaðurinn Skye Stout var kynntur til kvennaliðs Kilmarnock á Skotlandi á dögunum en hún varð fyrir miklu netníði eftir tilkynninguna. Níðin snerist um útlit stúlkunnar, og það var svo mikið að Kilmarnock þurfti að taka niður færsluna.


Frétt var birt um þetta, og hún fór á flug. Í kjölfarið fékk Stout mikinn stuðning af netheimum. Hún spilaði svo sinn fyrsta leik um helgina þar sem hún svaraði sýnum gagnrýnendum á vellinum.

Hún skoraði glæsilegt mark í 6-2 sigri gegn St. Johnstone, og þaggaði niður í leiðindar tröllunum sem höfðu látið í sér heyra.



Athugasemdir
banner