Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 08:30
Haraldur Örn Haraldsson
Alonso segir að Rodrygo sé ekki á förum: „Ég reyði mig á hann"
Mynd: EPA

Xabi Alonso þjálfari Real Madrid hefur neitað að Rodrygo sé að fara frá félaginu, þrátt fyrir að hann hafi verið ónotaður varamaður í gær þegar liðið spilaði fyrsta leik sinn í deildinni, og unnu Osasuna 1-0.


Alonso segir að þetta hafi verið hans ákvörðun að geyma Rodrygo á bekknum í gær. Í staðinn þegar Alonso ætlaði að bæta í sóknarleikinn þá setur hann Brahim Diaz inn á, á 68. mínútu.

„Rodrygo? Það er ekkert að gerast. Ég reyði mig á Rodrygo auðvitað, þetta var bara leikur og þetta var mín ákvörðun," sagði Alonso eftir leikinn.

Rodrygo hefur aðeins spilað 121 mínútu af 720 mögulegum síðan Alonso tók við félaginu.


Athugasemdir
banner