Xabi Alonso þjálfari Real Madrid hefur neitað að Rodrygo sé að fara frá félaginu, þrátt fyrir að hann hafi verið ónotaður varamaður í gær þegar liðið spilaði fyrsta leik sinn í deildinni, og unnu Osasuna 1-0.
Alonso segir að þetta hafi verið hans ákvörðun að geyma Rodrygo á bekknum í gær. Í staðinn þegar Alonso ætlaði að bæta í sóknarleikinn þá setur hann Brahim Diaz inn á, á 68. mínútu.
„Rodrygo? Það er ekkert að gerast. Ég reyði mig á Rodrygo auðvitað, þetta var bara leikur og þetta var mín ákvörðun," sagði Alonso eftir leikinn.
Rodrygo hefur aðeins spilað 121 mínútu af 720 mögulegum síðan Alonso tók við félaginu.
Athugasemdir