Tveir leikir fara fram í Bestu deild kvenna í kvöld, Fram fær Víking í heimsókn, og Valur mætir í Laugardalinn þar sem þær mæta Þrótturum.
Einnig verður spilað í neðri deildum karla. KF og Tindastóll mætast í norðurlands slag, Magni mætir ÍH, Reynir Sandgerði fær Sindra í heimsókn, Árbær mætir KV, Augnablik mætir Ými í Kópavogsslag, og Hvíti Riddarinn mætir KFK.
Þá fer einn leikur fram í 5. deild þar sem BF 108 fær Stokkseyri í heimsókn.
Besta-deild kvenna
18:00 | Fram-Víkingur R. (Lambhagavöllurinn)
18:00 | Þróttur R.-Valur (AVIS völlurinn)
3. deild karla
18:00 | KF-Tindastóll (Ólafsfjarðarvöllur)
18:00 | Magni-ÍH (Grenivíkurvöllur)
18:00 | Reynir S.-Sindri (Brons völlurinn)
19:15 | Árbær-KV (Domusnovavöllurinn)
19:15 | Augnablik-Ýmir (Fífan)
20:00 | Hvíti riddarinn-KFK (Malbikstöðin að Varmá)
5. deild karla - B-riðill
20:00 | BF 108-Stokkseyri (Víkingsvöllur)