Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katla Guðmunds spáir í 14. umferð Bestu kvenna
Kvenaboltinn
Katla í leik með KR.
Katla í leik með KR.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Leikurinn í Úlfarsárdal í kvöld verður sérstakur styrktarleikur fyrir Bryndísi Klöru.
Leikurinn í Úlfarsárdal í kvöld verður sérstakur styrktarleikur fyrir Bryndísi Klöru.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, var með þrjá rétta þegar hún spáði í síðustu umferð Bestu deildar kvenna.

Katla Guðmundsdóttir, sem hefur skorað níu mörk í 15 leikjum í Lengjudeildinni með KR í sumar, spáir í leikina að þessu sinni. Katla er úr mikilli fótboltafjölskyldu en foreldrar hennar eru Guðmundur Benediktsson og Kristbjörg Ingadóttir.

Þróttur R. 2 - 1 Valur (18:00 í kvöld)
Verður mjög jafn leikur en ég held að Þróttur muni taka þetta 2-1. Jordyn Rhodes skorar eina mark Vals.

Fram 0 - 2 Víkingur R. (18:00 í kvöld)
Fer 0-2 fyrir Víking í hörkuleik, hvet fólk til að mæta á styrktarleik Bryndísar Klöru.

Stjarnan 1 - 4 FH (18:00 á morgun)
FH spilar frábæran fótbolta og þrátt fyrir tapið í bikarnum held ég að þetta verði þægilegur leikur fyrir þær.

Þór/KA 3 - 0 FHL (18:00 á morgun)
FHL mæta með mikið sjálfstraust eftir langþráðan fyrsta sigur í síðustu umferð en engu að síður held ég að Þór/KA vinni 3-0.

Breiðablik 5 - 0 Tindastóll (19:00 á föstudag)
Fer 5-0 fyrir Breiðablik og ég held að Samantha Smith verði með þrennu.

Fyrri spámenn:
Adda Baldurs (5 réttir)
Guðmunda Brynja (4 réttir)
Margrét Lára (4 réttir)
Magnús Haukur (4 réttir)
Vigdís Lilja (4 réttir)
Mist Rúnarsdóttir (4 réttir)
Guðný Geirs (3 réttir)
Orri Rafn (3 réttir)
Guðrún Karitas (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Gylfi Tryggvason (3 réttir)
Emelía Óskarsdóttir (3 réttir)
Ásta Eir (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Bestu deild kvenna eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 14 12 1 1 56 - 11 +45 37
2.    FH 13 10 1 2 33 - 15 +18 31
3.    Þróttur R. 13 9 2 2 27 - 13 +14 29
4.    Valur 14 6 3 5 20 - 21 -1 21
5.    Þór/KA 13 6 0 7 23 - 25 -2 18
6.    Stjarnan 13 5 0 8 17 - 28 -11 15
7.    Fram 13 5 0 8 18 - 33 -15 15
8.    Tindastóll 13 4 2 7 18 - 24 -6 14
9.    Víkingur R. 13 3 1 9 21 - 33 -12 10
10.    FHL 13 1 0 12 8 - 38 -30 3
Athugasemdir
banner