Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 11:35
Elvar Geir Magnússon
Palace kallar eftir aukinni löggæslu
Mynd: EPA
Crystal Palace hefur sett sig í samband við löggæsluyfirvöld og kallað eftir því að aukin gæsla verði í kringum leik liðsins gegn Nottingham Forest á Selhurst Park sem fram fer á sunnudag.

Palace var fellt niður í Sambandsdeildina og tók Nottingham Forest sæti liðsins í Evrópudeildinni eftir úrskurð UEFA. Stuðningsmenn Palace eru að skipuleggja mótmæli í kringum komandi viðureign.

Palace fær ekki að fara í Evrópudeildina þar sem John Textor, sem átti hlut í félaginu, er eigandi Lyon sem er í sömu keppni. Lyon fær að halda sætinu þar sem liðið hafnaði ofar í sinni deildarkeppni en Palace. Palace áfrýjaði dómnum til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, en hann staðfesti niðurstöðu UEFA.

Reiði margra stuðningsmanna Palace beinast að Forest og er talið að upp úr gæti soðið á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner