Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal mögulega aftur á markaðinn út af meiðslum Havertz
Kai Havertz er meiddur.
Kai Havertz er meiddur.
Mynd: EPA
Kai Havertz var ekki með á opinni æfingu Arsenal á Emirates-leikvanginum í dag.

Havertz kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik þegar Arsenal lagði Manchester United að velli á dögunum, 0-1. Hann er hins vegar núna að glíma við hnémeiðsli.

David Ornstein hjá The Athletic segir á þessum tímapunkti að það sé óvíst hversu lengi Havertz verður frá en Arsenal sé að undirbúa sig að fara aftur á leikmannamarkaðinn.

Miðað við það er útlit fyrir að Havertz verði lengi frá en Gabriel Jesus er líka á meiðslalistanum.

Havertz sneri nýverið til baka úr langvarandi meiðslum en hann er núna aftur meiddur og þess vegna gæti Arsenal sótt sóknarmann áður en glugginn lokar.
Athugasemdir
banner