Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eyðir öllu Chelsea tengdu
Wesley Fofana.
Wesley Fofana.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Wesley Fofana hefur eytt flestöllu Chelsea tengdu á samfélagsmiðlinum Instagram.

Fofana er einn meiðslahrjáðasti fótboltamaður í heimi en hann hefur aðeins spilað 34 leiki fyrir Chelsea frá því hann gekk í raðir félagsins sumarið 2022.

Fofana, sem spilaði 14 úrvalsdeildarleiki á síðasta tímabili, var á bekknum í fyrsta leik á þessu tímabili gegn Crystal Palace.

Fofana virðist hafa fallið aftar í goggunarröðina en Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur líka talað um að hann vilji fá nýjan miðvörð eftir að Levi Colwill meiddist.

Fofana eyddi líka öllu Leicester tengdu á Instagram þegar hann vildi fara þaðan til Chelsea 2022.


Athugasemdir
banner