Varnarmaðurinn Wesley Fofana hefur eytt flestöllu Chelsea tengdu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Fofana er einn meiðslahrjáðasti fótboltamaður í heimi en hann hefur aðeins spilað 34 leiki fyrir Chelsea frá því hann gekk í raðir félagsins sumarið 2022.
Fofana er einn meiðslahrjáðasti fótboltamaður í heimi en hann hefur aðeins spilað 34 leiki fyrir Chelsea frá því hann gekk í raðir félagsins sumarið 2022.
Fofana, sem spilaði 14 úrvalsdeildarleiki á síðasta tímabili, var á bekknum í fyrsta leik á þessu tímabili gegn Crystal Palace.
Fofana virðist hafa fallið aftar í goggunarröðina en Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur líka talað um að hann vilji fá nýjan miðvörð eftir að Levi Colwill meiddist.
Fofana eyddi líka öllu Leicester tengdu á Instagram þegar hann vildi fara þaðan til Chelsea 2022.
???? Wesley Fofana has deleted every Chelsea post on his Instagram. pic.twitter.com/PnfkCpe1dr
— CFC-Blues (@CFCBlues_com) August 20, 2025
Athugasemdir