Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfur Ágúst talinn bestur allra í háskólaboltanum
Úlfur Ágúst Björnsson.
Úlfur Ágúst Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Úlfur Ágúst Björnsson er talinn besti leikmaður háskólaboltans í Bandaríkjunum.

Nýverið gaf TopDrawerSoccer út lista yfir 100 bestu leikmennina í háskólaboltanum fyrir tímabilið sem er að byrja.

Efstur á þessum lista er Úlfur Ágúst, leikmaður FH og Duke háskólans. Á síðasta tímabili skoraði hann 13 mörk og lagði upp þrjú fyrir þennan mikla íþróttaháskóla.

Úlfur er á leið inn í sitt þriðja tímabil með Duke og er hann í miklum metum hjá háskólanum.

Úlfur er gríðarlega öflugur leikmaður sem var orðaður við félög í MLS-deildinni síðastliðinn vetur en var ekki valinn í nýliðavali deildarinnar vegna hræðslu félaga við að þurfa borga háar uppeldisbætur þar sem hann var samningsbundinn FH-ingum.
Athugasemdir
banner