Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Bailey kynntur hjá Roma (Staðfest)
Mynd: Roma
Kantmaðurinn Leon Bailey er genginn í raðir ítalska félagsins Roma frá Aston Villa. Hann kemur á lánssamningi en Roma er með ákvæði um að geta keypt hann að tímabilinu loknu.

Í tilkynningu frá Roma segir að Bailey sé fyrsti Jamaíkamaðurinn í sögu félagsins. Bailey fæddist í Kingston en fluttist til Evrópu þrettán ára gamall og hefur spilað fyrir Genk, Bayer Leverkusen og Aston Villa.

Bailey er 28 ára og hefur valið að bera númerið 31 hjá Roma. Hann hefur alls spilað 377 deildarleiki á ferlinum og skorað 76 mörk.


Athugasemdir
banner