Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 11:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á leið aftur í enska boltann eftir hörmulega dvöl á Ítalíu
Douglas Luiz.
Douglas Luiz.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Douglas Luiz er á leið aftur í enska boltann eftir dvöl hjá Juventus á Ítalíu þar sem ekkert gekk upp hjá honum.

Nottingham Forest hefur komist að samkomulagi við Juventus um 30 milljón evra kaupverð á Luiz.

Forest vonast til þess að miðjumaðurinn muni ferðast yfir til Nottingham í dag og ganga frá skiptunum. Hann fari þá í læknisskoðun á morgun.

Luiz var meðal bestu miðjumanna ensku deildarinnar er hann lék með Aston Villa fyrir nokkrum árum.

Luiz var keyptur til Juve í fyrrasumar frá Aston Villa en fann aldrei taktinn í ítalska boltanum. Hann fékk lítinn spiltíma og var mikið notaður sem varaskeifa svo núna vill hann ólmur snúa aftur í enska boltann.
Athugasemdir
banner
banner