Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 07:00
Haraldur Örn Haraldsson
Fenerbahce fær miðjumann frá West Ham
Mynd: EPA

Mexíkóski miðjumaðurinn Edson Álvarez er á leiðinni frá West Ham, en hann er að ganga til liðs við Fenerbahce í Tyrklandi á lánssamning.


Það er kaupákvæði í samningnum, en þó eru Fenerbahce ekki skyldugir að kaupa leikmanninn, heldur hafa valmöguleikann. 

Álvarez er 27 ára gamall djúpur miðjumaður en hann spilaði 31 leik fyrir West Ham á síðasta tímabili, og tókst að leggja upp eitt mark.


Athugasemdir
banner