Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. maí 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Setja enga pressu á Kante að snúa aftur til æfinga
Spilar hann ekki meira á tímabilinu?
Kante er ekki mættur til æfinga.
Kante er ekki mættur til æfinga.
Mynd: Getty Images
Chelsea ætlar að leyfa miðjumanninum N'Golo Kante að vera fjarri æfingasvæðinu, jafnvel þó svo að það þýði að hann missi af því sem eftir er af tímabilinu.

Kante hefur ákveðið að mæta ekki til æfinga vegna ótta við kórónuveirufaraldurinn.

Félög á Englandi eru byrjuð að æfa aftur í litlum hópum, en vonast er til þess að hægt verði að byrja aftur að spila í deildinni í næsta mánuði.

Hinn 29 ára gamli Kante er hræddur, en árið 2018 leið yfir hann á æfingasvæðinu og það sama ár lést bróðir hans vegna hjartaáfalls. Eftir að það leið yfir Kante á æfingasvæðinu þá fór hann í alls konar rannsóknir, en þær sýndu að ekkert væri að.

BBC vitnar þá í tölfræði sem segir til um að þeldökkt fólk sé næstum því tvisvar sinnum líklegra til að láta lífið af völdum kórónuveirunnar en hvítt fólk á Bretlandseyjum.

Óvíst er hvenær Kante gæti snúið aftur, en engin pressa hefur verið sett á hann að hálfu Chelsea að hann súi aftur til æfinga.

Chelsea á eftir að spila níu deildarleiki, en liðið er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner