Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 22. maí 2022 20:15
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Núna fengum við þetta allt saman frammistöðu og úrslitin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var gríðarlega sætt og mér fannst við vinna vel fyrir þessu. Auðvitað fékk FH sín færi og Sindri Kristinn hélt okkur vel inni í þeim færum en ég var virkilega ánægður með strákana. “
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um tilfinninguna eftir 2-1 sigur Keflavíkur á FH í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 FH

Eftir hæga byrjun mótinu er vel að merkja kominn ögn betri taktur í leik Keflavíkur og leikur liðsins heldur að slípast til frá því sem var í upphafi móts. Um þróun liðsins sagði Sigurður.

„Við höfum verið að spila okkur vel saman í undanförnum fjórum fimm leikjum og ég held að þetta sé fimmti leikurinn í röð þar sem ég er ánægður með frammistöðuna, ekki alltaf með úrslitin en núna fengum við þetta allt saman, frammistöðu og úrslitin og vonandi byggjum við ofan á það í næstu leikjum.“

Framundan er bikarleikur í Keflavík þar sem andstæðingurinn er ekki sóttur langt en nágrannar Keflavíkur í Njarðvík koma í heimsókn á HS-Orkuvöllinn á mIðvikudaginn kemur.

„Ég er gríðarlega spenntur. Það verður gaman að mæta þeim og hörkuleikur pottþétt. Vonandi fjölmennir fólk af Suðurnesjum á völlinn. það ætti að vera fótboltaveisla og við hlökkum mikið til að mæta þeim en það verður erfiður leikur samt.“

Sagði Siggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner