Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. júní 2021 09:26
Elvar Geir Magnússon
65 þúsund áhorfendur á Wembley á lokaleikjum EM
Það verður gleði á Wembley.
Það verður gleði á Wembley.
Mynd: EPA
65 þúsund áhorfendur verða á Wembley í síðustu leikjum EM alls staðar en UEFA og breska ríkisstjórnin hafa komist að samkomulagi um það.

Wembley tekur 90 þúsund áhorfendur en vegna heimsfaraldursins hefur 22.500 áhorfendum verið hleypt á þá leiki riðlakeppninnar sem fram hafa farið á vellinum.

Í útsláttarkeppninni verða 45 þúsund áhorfendur á Wembley en þegar kemur að undanúrslitaleikjunum og úrslitaleiknum, sem allir verða spilaðir á vellinum, fer sú tala upp í 65 þúsund.

Þeir áhorfendur sem mæta þurfa að sýna vottorð fyrir bólusetningu eða ganga í gegnum tvær skimanir með neikvæðum niðurstöðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner