mið 22. september 2021 13:29
Elvar Geir Magnússon
Lokaumferðin verður á óbreyttum tíma á laugardag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mótanefnd KSÍ hefur farið yfir það hvort nauðsynlegt sé að gera breytingar á leikjum lokaumferðar Pepsi Max deildar karla.

Í pósti til félaga kemur fram að leitað hafi verið álits allra félaga í deildinni.

Niðurstaðan er að halda óbreyttu skipulagi, þ.e. lokaumferðin fer fram kl. 14.00 á laugardag.

Veðurspáin er ekki eins og best verður á kosið en hún hefur þó skánað frá því í upphafi vikunnar.

Víkingur og Breiðablik eru í baráttu um Íslandsmeiataratitilinn og þá er spenna í fallbaráttunni en Keflavík, HK og ÍA eru í fallhættu. Fylkismenn eru fallnir en óvíst hverjir fylgja þeim niður.

laugardagur 25. september
14:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
14:00 KA-FH (Greifavöllurinn)
14:00 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
14:00 Víkingur R.-Leiknir R. (Víkingsvöllur)
14:00 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner