Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
banner
   fös 23. febrúar 2024 18:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Icelandair
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr stúkunni í kvöld.
Úr stúkunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er skárra en tap. Það er fínt að við förum út í næsta leik með 1-1 jafntefli. Við erum að fara til Íslands og það ætti að vera betra fyrir okkur," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

Jafntefli eru fín úrslit, sérstaklega þar sem það er hægt að bæta frammistöðuna mikið fyrir seinni leikinn á Kópavogsvelli í næstu viku.

„Já, algjörlega. Bæði lið vildu ekki misstíga sig. Þetta var mikilvægur leikur. Við getum bætt mikið í okkar uppspili og þannig," segir Hildur sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik.

„Það var mjög gaman að koma inn á, smá erfitt. Stelpurnar hjálpuðu mér mikið að komast inn í leikinn með því að tala við mig og það hjálpaði."

Það vakti athygli fréttamanns að það voru tveir íslenskir stuðningsmenn í stúkunni í Stara Pazova í kvöld en þeir voru báðir með 'Antonsdóttir og 16' á bakinu.

„Það gefur manni alltaf extra. Þeir eru búnir að ferðast hingað frá mismunandi löndum. Annar þeirra var kærastinn minn sem býr út í Hollandi með mér og hinn var æskuvinur minn sem býr í Danmörku. Þetta er styttra en að koma frá Íslandi þannig að þeir ákváðu að nýta tækifærið og hittast í Serbíu," sagði Hildur brosandi.

„Það var mjög gaman að sjá þá. Þeir komu líka með íslenska fánann."

Heimaleikurinn er á Kópavogsvelli og Hildur þekkir þann völl mjög vel eftir að hafa spilað lengi með Breiðabliki.

„Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt að spila aftur á Kópavogsvelli. Mér líður vel þar. Við erum þónokkrar Blikastelpur í liðinu og vonandi náum við að taka sigur þar," sagði Hildur að lokum en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner