Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fös 23. febrúar 2024 18:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Icelandair
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr stúkunni í kvöld.
Úr stúkunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er skárra en tap. Það er fínt að við förum út í næsta leik með 1-1 jafntefli. Við erum að fara til Íslands og það ætti að vera betra fyrir okkur," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

Jafntefli eru fín úrslit, sérstaklega þar sem það er hægt að bæta frammistöðuna mikið fyrir seinni leikinn á Kópavogsvelli í næstu viku.

„Já, algjörlega. Bæði lið vildu ekki misstíga sig. Þetta var mikilvægur leikur. Við getum bætt mikið í okkar uppspili og þannig," segir Hildur sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik.

„Það var mjög gaman að koma inn á, smá erfitt. Stelpurnar hjálpuðu mér mikið að komast inn í leikinn með því að tala við mig og það hjálpaði."

Það vakti athygli fréttamanns að það voru tveir íslenskir stuðningsmenn í stúkunni í Stara Pazova í kvöld en þeir voru báðir með 'Antonsdóttir og 16' á bakinu.

„Það gefur manni alltaf extra. Þeir eru búnir að ferðast hingað frá mismunandi löndum. Annar þeirra var kærastinn minn sem býr út í Hollandi með mér og hinn var æskuvinur minn sem býr í Danmörku. Þetta er styttra en að koma frá Íslandi þannig að þeir ákváðu að nýta tækifærið og hittast í Serbíu," sagði Hildur brosandi.

„Það var mjög gaman að sjá þá. Þeir komu líka með íslenska fánann."

Heimaleikurinn er á Kópavogsvelli og Hildur þekkir þann völl mjög vel eftir að hafa spilað lengi með Breiðabliki.

„Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt að spila aftur á Kópavogsvelli. Mér líður vel þar. Við erum þónokkrar Blikastelpur í liðinu og vonandi náum við að taka sigur þar," sagði Hildur að lokum en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner