Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
Bestur í Mjólkurbikarnum: Fyrsta sjöan á ferlinum
Breki Baxter: Sambandið við þjálfarann versnaði og svo hófst stríð
Fanney Inga: Svekkjandi að það hafi verið upp úr svona vafaatriði
Ingibjörg: Örugglega sú besta í heiminum í nákvæmlega þessu
Hildur: Taka hana úr leiknum og þetta var bara 'dirty'
Hlín: Gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi
Glódís: Var viljandi og mér finnst þetta ógeðslega ljótt brot
Steini: Ekkert launungarmál og skiptir auðvitað máli
Karólína: Hugsa mikið til hennar núna
Orri Hrafn: Þurfti á þessu að halda fyrir sjálfan mig
Sigurður Bjartur: Hélt þetta yrði 100% víti
Dóri Árna: Á að vera samkeppni um allar stöður
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Anton Ari: Finn fyrir miklu trausti
Steini ákveðinn: Hann verður betri
Glódís: Veit að fólk er ekki spennt að spila á móti okkur
Guðrún: Vorum ekki sjálfum okkur líkar í þeim leik
Hildur Antons: Íslenskan stundum yfirgnæfandi í klefanum
Aldrei spurning um annað en Breiðablik - „Báðar dollurnar og langt í Evrópu"
Telur að margir séu að afskrifa þá - „Við ætlum að vinna deildina í ár“
banner
   fös 23. febrúar 2024 18:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Icelandair
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr stúkunni í kvöld.
Úr stúkunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er skárra en tap. Það er fínt að við förum út í næsta leik með 1-1 jafntefli. Við erum að fara til Íslands og það ætti að vera betra fyrir okkur," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

Jafntefli eru fín úrslit, sérstaklega þar sem það er hægt að bæta frammistöðuna mikið fyrir seinni leikinn á Kópavogsvelli í næstu viku.

„Já, algjörlega. Bæði lið vildu ekki misstíga sig. Þetta var mikilvægur leikur. Við getum bætt mikið í okkar uppspili og þannig," segir Hildur sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik.

„Það var mjög gaman að koma inn á, smá erfitt. Stelpurnar hjálpuðu mér mikið að komast inn í leikinn með því að tala við mig og það hjálpaði."

Það vakti athygli fréttamanns að það voru tveir íslenskir stuðningsmenn í stúkunni í Stara Pazova í kvöld en þeir voru báðir með 'Antonsdóttir og 16' á bakinu.

„Það gefur manni alltaf extra. Þeir eru búnir að ferðast hingað frá mismunandi löndum. Annar þeirra var kærastinn minn sem býr út í Hollandi með mér og hinn var æskuvinur minn sem býr í Danmörku. Þetta er styttra en að koma frá Íslandi þannig að þeir ákváðu að nýta tækifærið og hittast í Serbíu," sagði Hildur brosandi.

„Það var mjög gaman að sjá þá. Þeir komu líka með íslenska fánann."

Heimaleikurinn er á Kópavogsvelli og Hildur þekkir þann völl mjög vel eftir að hafa spilað lengi með Breiðabliki.

„Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt að spila aftur á Kópavogsvelli. Mér líður vel þar. Við erum þónokkrar Blikastelpur í liðinu og vonandi náum við að taka sigur þar," sagði Hildur að lokum en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner