Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 23. september 2023 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius Junior og Bellingham klárir fyrir grannaslaginn
Mynd: Getty Images

Real Madrid mætir Atletico Madrid í grannaslag í spænsku deildinni á morgun. 


Jude Bellingham hefur byrjað stórkostlega í búningi Real Madrid en hann varð veikur í vikunni en Carlo Ancelotti staðfesti í dag að hann væri búinn að ná sér.

„Honum leið ekki vel á fimmtudaginn en hann hefur æft venjulega í dag og verður klár í slaginn," sagði Ancelotti.

Stjórinn myndi ekki hafa áhyggjur ef Bellingham yrði ekki klár.

„Hvað viltu að ég segi? Að ég hafi grátið í þrjá til fjóra klukkutíma? Nei, ef Bellingham er ekki klár erum við með einhvern annan. Hópurinn hefur sýnt að við séum með möguleika og getum fundið lausnir. Ef Bellingham nær ekki einum leik setjum við einhvern annan inn á," sagði Ancelotti.

Brasilíski leikmaðurinn Vinicius Jr. hefur verið meiddur undanfarnar vikur en búist var við því að hann yrði frá næstu sex vikurnar en það eru liðnar fjórar vikur og hann verður í hópnum á morgun.

„Það er engin áhætta. Hann æfði í gær og æfði í dag. Ef við teljum að það sé smá áhætta að hann spili á morgun þá mun hann ekki spila. Það sem er mikilvægt er að hann hefur náð sér. Ég sagði honum að hann er aðeins á eftir þar sem hann hefur verið frá í morgun en við munum meta þetta á morgun," sagði Ancelotti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner