Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Glódís: Mjög sáttar að fá auka daga
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, fagnar því að liðið fái viku til undirbúnings í Svíþjóð fyrir stórleikinn þar á þriðjudaginn.

Ísland og Svíþjóð eru að berjast um efsta sætið í sínum riðli í undankeppni EM. Efsta liðið fer beint á EM en liðið í 2. sæti fer líklega í umspil.

Vegna kórónuveiru faraldursins var ákveðið að íslenska liðið myndi æfa saman í viku í Svíþjóð fyrir leikinn stóra.

„Við erum mjög sáttar að hafa getað komið fyrr til Svíþjóðar og fengið auka daga. Stelpurnar á Íslandi hafa ekki getað æft af viti síðustu vikur og það er mjög jákvætt að við fáum hérna auka þrjá daga," sagði Glódís við Twitter síðu KSÍ.

Ísland og Svíþjóð gerðu í síðasta mánuði 1-1 jafntefli í hörkuleik á Laugardalsvelli.

„Við munum reyna að skoða leikinn sem við spiluðum heima og taka það sem gekk vel, sérstaklega í lok fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks inn í næsta leik og keyra yfir þær."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner