Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 24. mars 2020 10:20
Elvar Geir Magnússon
Búið að fresta ástralska fótboltanum
Áströlsku A-deildinni hefur verið frestað en aðeins nokkrar umferðir voru eftir af deildarkeppninni. Allar íþróttir í Ástralíu eru komnar í bið vegna kórónaveirufaraldursins.

Þann 22. apríl á að funda um næstu skref en ástralska knattspyrnusambandið segir að það ríki bjartsýni um að hægt verði að klára tímabilið.

Leikur Newcastle Jets og Melbourne City reyndist vera síðasti leikur deildarinnar í bili.

Ástralska deildin var ein af fáum íþróttadeildum sem var enn í gangi í upphafi vikunnar. Ríkisstjórn landsins bannaði öll ónauðsynleg ferðalög innan Ástralíu í gær og það ýtti á knattspyrnusambandið að hætta keppni.
Athugasemdir
banner
banner