Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   mið 24. júní 2020 23:56
Gylfi Tryggvason
Brynjar Ásgeir: Dómarinn gaf þeim fullmikla virðingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ásgeir Guðmundsson, þjálfari ÍH, var að sjálfsögðu ekki sáttur eftir 0-8 tap gegn Fylki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Bara fullstórt tap að mínu mati. Mér fannst dómarinn gefa þeim fullmikla virðingu í fyrri hálfleik. Hann gaf þeim tvö víti og var ekkert að hjálpa okkur mikið.“

Lestu um leikinn: ÍH 0 -  8 Fylkir

Hvernig lögðu þeir leikinn upp? „Við ætluðum að halda skipulagi sem gekk í einhverjar 20 mínútur. Svo um leið og þeir skora fyrsta markið brotnum við aðeins og fáum fimm mörk í viðbót á okkur í fyrra hálfleik. Það er kannski það eina sem ég er fúll með; að menn hafi ekki haldið haus aðeins lengur.“

Aðspurður út í sumarið svaraði Brynjar: „Ég ætla rétt að vona að við getum tekið stemninguna sem myndaðist hérna í kvöld. Það var fullt af fólki mætt. Við erum í hörkuriðli og ætlum klárlega upp úr þessari deild svo við þurfmu að nota þetta til að peppa mannskapinn í sumar.“

Þetta var í fyrsta sinn sem Brynjar tapar á heimavelli gegn Fylki. „Það er hræðileg tilfinning. Það er ekki góð tilfinning að hafa klúðrað því en vonandi mætum við þeim aftur og getum þá gert eitthvað betur.“
Athugasemdir
banner
banner