Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 24. september 2020 19:11
Baldvin Már Borgarsson
Jói Kalli: Asnalegt að segja það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var sáttur að leikslokum eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvoginum fyrr í dag.

Skagamenn fara uppfyrir HK í Pepsi Max deildinni eftir sigurinn og tylla sér í 7. sætið með 20 stig. Fjölnir situr enn á botni deildarinnar með 6 stig og enga sigra.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍA

„Jájá, við vissum að þetta yrði erfiður leikur fyrirfram og ég er virkilega sáttur með þessi þrjú stig sem við fáum en ég er fyrst og fremst sáttur með vinnusemina sem leikmennirnir voru tilbúnir að setja inn í þetta verkefni, þetta var ekki áferðafallegasti fótboltaleikurinn er við vorum klárir að leggja vinnuna í þetta.''

„Við vissum ekki alveg að völlurinn væri svona erfiður að eiga við, hann er ótrúlega sleipur þó hann líti ágætlega út, hann er fljótur að tætast upp og það var erfitt að halda boltanum í jörðinni, fyrstu snertingar hjá mönnum var svolítið að bregðast, við sýndum samt sem áður gæði í mörkunum sem við skorum, snemma leiks skorum við gott mark eftir uppspil svo við kunnum að spila fótbolta til að skapa færi.''


Óttar Bjarni og Viktor Jóns hafa samið aftur við Skagamenn og verða þeir því með liðinu áfram eftir tímabilið, hvernig horfir það við Jóa fyrir framhaldið og næsta tímabil?

„Það eru auðvitað slatti af hlutum sem við getum lagað það sem eftir er af tímabilinu, við munum klárlega vinna í því. Við þurfum að vinna í varnarleiknum og skipulaginu okkar svo við séum ekki að fá á okkur eins mikið af mörkum eins og við höfum verið að fá á okkur, inn í því er svolítil óheppni, þó það sé asnalegt að segja það, þá vorum við einfaldlega klaufar að fá óheppnis mörk á okkur. Við þurfum að nýta tímann að laga það, við höfum verið að skora mikið af mörkum, við skoruðum þrjú mörk hérna í dag þannig að framhaldið er spennandi.''

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar ræðir Jói Kalli betur fjarveru Viktor og Jóns Gísla, hlutverk Marcusar, framhaldið, næsta ár, Tryggva Hrafn og Stefán Teit ásamt innkaupastefnu félagsins.
Athugasemdir
banner