Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   fim 24. september 2020 19:11
Baldvin Már Borgarsson
Jói Kalli: Asnalegt að segja það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var sáttur að leikslokum eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvoginum fyrr í dag.

Skagamenn fara uppfyrir HK í Pepsi Max deildinni eftir sigurinn og tylla sér í 7. sætið með 20 stig. Fjölnir situr enn á botni deildarinnar með 6 stig og enga sigra.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍA

„Jájá, við vissum að þetta yrði erfiður leikur fyrirfram og ég er virkilega sáttur með þessi þrjú stig sem við fáum en ég er fyrst og fremst sáttur með vinnusemina sem leikmennirnir voru tilbúnir að setja inn í þetta verkefni, þetta var ekki áferðafallegasti fótboltaleikurinn er við vorum klárir að leggja vinnuna í þetta.''

„Við vissum ekki alveg að völlurinn væri svona erfiður að eiga við, hann er ótrúlega sleipur þó hann líti ágætlega út, hann er fljótur að tætast upp og það var erfitt að halda boltanum í jörðinni, fyrstu snertingar hjá mönnum var svolítið að bregðast, við sýndum samt sem áður gæði í mörkunum sem við skorum, snemma leiks skorum við gott mark eftir uppspil svo við kunnum að spila fótbolta til að skapa færi.''


Óttar Bjarni og Viktor Jóns hafa samið aftur við Skagamenn og verða þeir því með liðinu áfram eftir tímabilið, hvernig horfir það við Jóa fyrir framhaldið og næsta tímabil?

„Það eru auðvitað slatti af hlutum sem við getum lagað það sem eftir er af tímabilinu, við munum klárlega vinna í því. Við þurfum að vinna í varnarleiknum og skipulaginu okkar svo við séum ekki að fá á okkur eins mikið af mörkum eins og við höfum verið að fá á okkur, inn í því er svolítil óheppni, þó það sé asnalegt að segja það, þá vorum við einfaldlega klaufar að fá óheppnis mörk á okkur. Við þurfum að nýta tímann að laga það, við höfum verið að skora mikið af mörkum, við skoruðum þrjú mörk hérna í dag þannig að framhaldið er spennandi.''

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar ræðir Jói Kalli betur fjarveru Viktor og Jóns Gísla, hlutverk Marcusar, framhaldið, næsta ár, Tryggva Hrafn og Stefán Teit ásamt innkaupastefnu félagsins.
Athugasemdir
banner