Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 25. maí 2019 18:20
Orri Rafn Sigurðarson
Túfa: Þú þekkir mig vel
Túfa er karakter
Túfa er karakter
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
HK og Grindavík áttust við í Kórnum í dag í mjög svo tíðindarlitlum leik enn leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

„Mér fannst bæði lið rosalega þreytt í dag þetta var svona 7. leikur á tuttugu dögum og það sást frá fyrstu mínútu að bæði lið voru þreytt." Sagði Túfa þjálfari Grindavíkur ekki sáttur með álagið eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  0 Grindavík

Grindavík töpuðu í fyrstu umferð en hafa ekki tapað síðan og líta vel út og virðast vera í hörku formi þessa daganna.

„Ég er mjög ánægður með liðið mitt og þjálfarateymið mitt og allt. Menn eru að gefa allt og leggja mikið á sig og við erum á leið í að verða alvöru lið."

Vladan átti það til að hanga aðeins á boltanum í markinu þegar hann greip hann. Var það upplegg hjá Túfa að hægja aðeins á leiknum?

„Alls ekki þú þekkir mig vel ég er ekki maður sem er að tefja og með svoleiðis upplegg en það er mjög sjaldan að markmennirnir spretta til að taka útspark."

Umtalið undanfarna daga um Gary Martin hefur ekki farið framhjá neinum. Hann er núna án samnings eftir að samning hans hjá Val var rift. Hentar hann Grindavík og vilja þeir fá hann?

„Já og nei ég meina ég held að það er enginn þjálfari sem vill ekki fá góða leikmenn til síns en ég er aftur á móti mjög ánægður með hópinn minn." Sagði Túfa um Gary Martin og liðið sitt.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner