Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 25. maí 2019 18:20
Orri Rafn Sigurðarson
Túfa: Þú þekkir mig vel
Túfa er karakter
Túfa er karakter
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
HK og Grindavík áttust við í Kórnum í dag í mjög svo tíðindarlitlum leik enn leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

„Mér fannst bæði lið rosalega þreytt í dag þetta var svona 7. leikur á tuttugu dögum og það sást frá fyrstu mínútu að bæði lið voru þreytt." Sagði Túfa þjálfari Grindavíkur ekki sáttur með álagið eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 0 -  0 Grindavík

Grindavík töpuðu í fyrstu umferð en hafa ekki tapað síðan og líta vel út og virðast vera í hörku formi þessa daganna.

„Ég er mjög ánægður með liðið mitt og þjálfarateymið mitt og allt. Menn eru að gefa allt og leggja mikið á sig og við erum á leið í að verða alvöru lið."

Vladan átti það til að hanga aðeins á boltanum í markinu þegar hann greip hann. Var það upplegg hjá Túfa að hægja aðeins á leiknum?

„Alls ekki þú þekkir mig vel ég er ekki maður sem er að tefja og með svoleiðis upplegg en það er mjög sjaldan að markmennirnir spretta til að taka útspark."

Umtalið undanfarna daga um Gary Martin hefur ekki farið framhjá neinum. Hann er núna án samnings eftir að samning hans hjá Val var rift. Hentar hann Grindavík og vilja þeir fá hann?

„Já og nei ég meina ég held að það er enginn þjálfari sem vill ekki fá góða leikmenn til síns en ég er aftur á móti mjög ánægður með hópinn minn." Sagði Túfa um Gary Martin og liðið sitt.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner