Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
   mið 25. september 2024 22:14
Sölvi Haraldsson
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru alltaf vonbrigði að tapa en ég var hæstánægður með frammistöðu FH-liðsins við skildum allt eftir á vellinum og spiluðum mjög vel á köflum. Það vantaði að koma okkur í góðar stöður og betri ákvarðanartökur. Við náðum ekki að nýta skyndisóknirnar nógu vel.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 3-0 tap gegn Víkingum á Víkingsvellinum.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

Þrátt fyrir 3-0 tap segist Heimir vera mjög ánægður með frammistöðu FH-liðsins.

Við vorum að missa boltann á slæmum stöðum og vorum að fá þá á okkur á slæmum stöðum þar sem liðið slitnaði soldið í sundur. En engu að síður var frammistaðan til mikillar fyrirmyndar og við tökum það með okkur í næsta leik.

Næsti leikur FH er gegn Breiðablik á heimavelli en framhaldið leggst vel í Heimi.

Mér lýst vel á framhaldið. Það er bara næsti leikur. Við verðum að hvíla lúin bein og vera klárir á sunnudaginn. Það er nóg eftir að spila. Það eru 12 stig í pottinum og mikið af innbyrðis viðureignum. Það á margt eftir að gerast í þessu.

Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Daði Freyr byrjar fram yfir Sindra Kristinn í markinu  en hann hefur fengið samtal 6 mörk á sig í þessum tveimur leikjum gegn Fram og núna Víking.

Við vildum prófa að skipta um og prófa Daða. Hann hefur komið inn og spilað síðustu tvo leiki og gert það vel. Svo bara sjáum við til með framhaldið.“ sagði Heimir að lokum.

Viðtalið við Heimi Guðjóns í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner