Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 25. nóvember 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Sárnaði ummæli Klopp - „Ég meinti þetta ekki þannig"
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah mun spila í Afríkumótinu
Mohamed Salah mun spila í Afríkumótinu
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, fékk heldur betur gusuna yfir sig á blaðamannafundi eftir 2-0 sigur liðsins á Porto í gær, en blaðamaður frá Afríku lét hann heyra það fyrir að segja að Afríkumótið væri 'lítið mót'.

Klopp sat fyrir svörum á þriðjudag og var spurður hvort hann væri ekki ánægður að næsta landsleikjahlé væri ekki fyrr en í mars en þá minnti hann á að Afríkumótið færi fram í byrjun árs.

Kallaði hann það 'lítið mót' með kaldhæðnislegum tón en afríski blaðamaðurinn leit á það sem mikla vanvirðingu í garð mótsins og Afríku. Hann vildi fá nánari útskýringu frá Klopp eftir leikinn í gær.

„Þetta er allt í góðu. Ég meinti þetta ekki þannig og ég fatta eiginlega ekki hvernig þú skildir það þannig ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Klopp.

„Ég meinti þetta ekki þannig. Þetta var ekki einu sinni nálægt þeirri hugsun sem var í hausnum á mér um að ég myndi kalla Afríkumótið 'lítið mót' eða um álfuna sem litla álfu, það var alls ekki þannig."

„Það sem ég meinti, ef þú horfir á allan blaðamannafundinn, þá hefðir þú kannski skilið þetta rétt ef þú hefðir áhuga á því því þar talaði ég um að það eru engin landsleikjahlé fyrr en í mars."

„Ég sagði svo: Já, svo er eitt lítið mót í janúar, en ég meinti ekki að þetta væri lítið mót. Ég var að segja að þetta væri samt mót og þetta var kaldhæðni. Þetta er samt sem áður mót og frekar stórt mót. Við munum missa okkar bestu leikmenn í þetta mót."


„Þetta er ekki móðurmál mitt en ef þú vilt misskilja mig þá máttu gera það eins og þú vilt. Ég veit að ég myndi aldrei hugsa svona og skil ekki hvernig þú fékkst þessa niðurstöðu, en það er ekki í lagi og ég myndi aldrei hugsa svona."

„Meira var það ekki. Það var ekki ætlun mín en þú gerðir eitthvað meira úr þessu. Það er ekkert svo svalt ef ég á að vera 100 prósent hreinskilinn,"
sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner