Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 09:53
Elvar Geir Magnússon
Ólgan hjá Everton: Vilja Pereira burt áður en hann er ráðinn
Spreyjað var á vegg fyrir utan Goodison Park.
Spreyjað var á vegg fyrir utan Goodison Park.
Mynd: Twitter
Farhad Moshiri, eigandi Everton.
Farhad Moshiri, eigandi Everton.
Mynd: EPA
Það hefur verið mikil ólgja hjá Everton og í skjóli nætur spreyjuðu reiðir stuðningsmenn á vegg fyrir utan heimavöll liðsins, Goodison Park. Þá mættu einhverjir á mótmæli fyrir utan skrifstofur félagsins í Liverpool borg.

'Pereira burt - Lampard inn' var spreyjað á vegginn eftir að fréttir bárust af því að Vitor Pereira væri nálægt því að taka við stjórnartaumunum hjá Everton eftir að Rafa Benítez var rekinn.

Þegar Benítez var ráðinn á sínum tíma þá skapaði það reiði hjá mörgum stuðningsmönnum sem eru ekki ánægðir með þá leið sem félagið er á undir eignarhaldi Farhad Moshiri.

'Moshiri, ef þú vilt árangur þá verður þú að breyta þessu rugli' stóð á einu skilti sem mótmælandi hélt á lofti.

Talað er um að Moshiri sé ákveðinn í að ráða Pereira á meðan stjórnarmenn vilji að félagið gefi sér meiri tíma áður en ákvörðun verður tekin. En svo virðist sem ráðningin sé að fá ansi skiptar skoðanir eins og þegar Benítez var ráðinn.

Frank Lampard og Wayne Rooney hafa einnig verið orðaðir við starfið en Moshiri virðist vera að taka ansi umdeilda ákvörðun.

Í 1-0 tapleiknum gegn Aston Villa voru skilti á lofti þar sem farið var fram á að stjórnin yrði 'rekin' og þá flaug flugvél yfir leikvanginn með borða þar sem kallað var eftir því að stjórnarformaðurinn Bill Kenwright myndi víkja eftir '22 ár af mistökum'.

Það hefur verið mikil ólga bak við tjöldin hjá Everton en liðið er í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur stimplað sig í fallbaráttu. Liðið er aðeins fjórum stigum fyrir ofan fallsæti en liðið á mikilvægan leik Newcastle þann 8. febrúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner