Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 26. febrúar 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Enska sambandið fundar vegna kórónuveirunnar
Enska knattspyrnusambandið fundaði í dag á Wembley um mögulegar afleiðingar kórónu veirunnar þar í landi.

Margir hafa smitast af kórónu veirunni á Norður Ítalíu undanfarna daga og smitaðir hafa greinst í sífellt fleiri löndum Evrópu.

Leikjum í Serie A var frestað um síðustu helgi og fyrirhugað er að spila leiki fyrir luktum dyrum um næstu helgi.

Enska sambandið ræddi í dag ýmislegt sem tengist kórónu veirunni og starfi sambandsins.

Meðal annars var rætt um aðgerðir fyrir fyrirhugaðan vináttuleik Englands og Ítalíu á Wembley í næsta mánuði.
Athugasemdir