fös 26. febrúar 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Yngstur til að spila Evrópuleik fyrir Man Utd
Shola Shoretire.
Shola Shoretire.
Mynd: Getty Images
Shola Shoretire varð í gær yngsti leikmaður til að spila Evrópuleik fyrir Manchester United, hann bætti met Norman Whiteside.

Shoretire var tekinn úr U18 liði United á þessu tímabili og skoðað hvernig hann höndlaði að spila fyrir U23 liðið. Hann lék fantavel þar og er nú farinn að fá tækifæri hjá aðalliðinu.

Shoretire er 17 ára gamall, fæddur og uppalinn í Newcastle en er af nígerískum uppruna.

Sjá einnig:
Spilar með Man Utd eftir að hafa verið rekinn frá Man City

Þeir yngstu til að spila Evrópuleik fyrir Man Utd:
17 ára, 23 daga: Shola Shoretire
17 ára, 131 dags: Norman Whiteside
17 ára 156 daga: Mason Greenwood
17 ára 211 daga: Gary Neville

Shoretire kom inn af bekknum í seinni hálfleik þegar Manchester United gerði markalaust jafntefli gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni. United flaug áfram úr einvíginu eftir 4-0 sigur í fyrri leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner