Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 26. mars 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Ronaldo var brjálaður þegar Neville neitaði að láta slá grasið
Gary Neville var þjálfari Valencia í fjóra mánuði.
Gary Neville var þjálfari Valencia í fjóra mánuði.
Mynd: Getty Images
Gary Neville náði að gera Cristiano Ronaldo reiðan á þeim stutta tíma sem hann var þjálfari Valencia.

Fyrrum liðsfélagarnir hjá Manchester United mættust þegar Valencia, undir stjórn Neville, gerði 2-2 jafntefli við Ronaldo og félaga í Real Madrid á Mestalla leikvanginum.

„Rafa Benítez var þjálfari Real Madrid og þetta var síðasti leikurinn áður en hann var rekinn," sagði Neville í hlaðvarpsþætti hjá Sky í dag.

„Það sem er minnistæðast er að við ákváðum að hafa grasið mjög loðið og við vökvuðum ekki völlinn til að boltinn myndi ekki fara hratt og við gætum þá náð að hægja á leikmönnum eins og Cristiano Ronaldo og Gareth Bale."

„Þetta var eins og gras hjá bónda. Cristiano kom til mín fyrir leikinn og sagði 'Þetta er til skammar. Sláið völlinn.' Ég sagði að það kæmi ekki til greina."

Athugasemdir
banner
banner
banner