Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 26. september 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
El Ghazi og Guilavogui til Mainz (Staðfest)

FC Mainz hefur staðfest tvo nýja leikmenn sem koma til félagsins á frjálsri sölu.


Annar þeirra er Anwar El Ghazi, fyrrum leikmaður Aston Villa sem gerði flotta hluti með PSV Eindhoven á síðustu leiktíð en samdi við félagið um starfslok í sumar.

El Ghazi var orðaður við ýmis félög í ensku úrvalsdeildinni en endar að lokum hjá Mainz sem er aðeins komið með eitt stig eftir fimm fyrstu umferðirnar á nýju tímabili. Mainz átti flott tímabil á síðustu leiktíð og rétt missti af Evrópusæti eftir hrikalegt gengi á lokaspretti þýsku deildarinnar.

El Ghazi er 28 ára gamall kantmaður með tvo A-landsleiki að baki fyrir Holland.

Hinn er Joshua Guilavogui, 33 ára miðjumamður sem kemur úr röðum Wolfsburg eftir níu ár hjá félaginu.

Guilavogui var hjá Atletico Madrid áður en hann gekk til liðs við Wolfsburg og á hann sjö A-landsleiki að baki fyrir Frakkland, en komst ekki í hópinn sem vann HM 2018 í Rússlandi.

Guilavogui á 239 leiki að baki fyrir Wolfsburg og kom hann við sögu í 21 leik á síðustu leiktíð, er Wolfsburg rétt missti af Evrópusæti í þýsku deildinni.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir