þri 26. október 2021 09:40
Elvar Geir Magnússon
Walter Smith er allur
Walter Smith er látinn.
Walter Smith er látinn.
Mynd: Getty Images
Walter Smith er látinn, 73 ára að aldri. Hann er fyrrum stjóri Skotlands, Rangers og Everton.

Hann vann þrettán titla með Rangers í Glasgow frá 1991-98 og átta eftir endurkomu til félagsins.

Smith tók við Everton sumarið 1998 og var þar í tæplega fjögur ár. Hann náði ekki markmiðum sínum þar en liðinu mistókst að komast í efri hluti úrvalsdeildarinnar.

Í stuttan tíma var hann aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United 2004, áður en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Skotlands.

Smith hætti þjálfun 2011, sem næst sigursælasti stjóri í sögu Rangers. Aðeins Bill Struth hefur unnið fleiri bikara með félaginu.

„Það er nánast ómögulegt að lýsa því hvaða þýðingu Walter hafði fyrir okkur öll hjá Rangers. Hann stóð fyrir allt sem Rangers á að vera. Hann var ótrúlega sterkur karakter og leiðtogi og mun lengi lifa í minningum allra sem unnu með honum," segir Douglas Park, stjórnarformaður Rangers.

Sem leikmaður var Smith varnarmaður, lék stærstan hluta ferilsins með Dundee United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner